Ármann Agnarsson sýningarstjóri
sýningarinnar mun ganga um sýninguna með
Gísla B. Björnssyni, sunnudaginn 11. nóvember kl. 14, í Hönnunarsafni
Íslands. Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik
um
grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti
grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.
Gísli hefur m.a. hannað fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d. merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.
Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.
Nánari upplýsingar um sýninguna minna finna
hér og í fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is.
Verið velkomin!
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorg 1
210 Garðabær
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 - 17.