23.10.2012

Sýningarlok | Skoðum líkamann í Þjóðminjasafni Íslands



Þriðjudaginn 16. október verður sýningin Skoðum líkamann opnuð á Torgi í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni má sjá kennslubók í þvívídd sem ætluð er blindum og sjónskertum börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Höfundur bókarinnar er Halla Sigríður Margrétardóttir Haugen eða Halla Sigga og er bókin er lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands.

Bókin er lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Bókin Skoðum líkamann er prentuð í þrívídd, en ekki er vitað til þess að sú tækni hafi verið notuð áður í námsefni fyrir blinda og sjónskerta. Kennsluefni fyrir börn er gjarnan myndskreytt til frekari útskýringar en slíkt efni hefur vantað fyrir blinda og sjónskerta. Þá hefur kennsluefni um mannslíkamann verið af skornum skammti fyrir þennan hóp barna en bókin Skoðum líkamann er hönnuð með það að leiðarljósi að gera lesninguna skemmtilega og upplýsandi.

Fyrsta opna bókarinnar lýsir húðinni, næsta fjallar um vöðvana, á eftir henni koma beinin og að lokum innri líffæri. Á baksíðu bókarinnar eru þrívíðar mannsmyndir sem hægt er að taka upp og skoða betur. Þessar eftirlíkingar eru prentaðar út í mishörðu gúmmí-efni sem hefur svipaðan þéttleika og viðfangsefnin þannig að barnið getur fundið að húðin er stífari en vöðvarnir, beinin eru hörð og innyflin mýkri en vöðvarnir.

Sýningin er á Torgi Þjóðminjasafnsins og er því opin gestum endurgjaldslaust.
Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17.
www.thjodminjasafn.is
















yfirlit