10.10.2012

Sýningarlok | Saga til næsta bæjar



Senn fer sýningunni „Saga til næsta bæjar“ að ljúka. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 14. október og býður Hönnunarsafnið í „slútt“ þann dag kl. 16:00.

Af þessu tilefni gefst gullið tækifæri fyrir spjall um veg vöruhönnunar á Íslandi og að draga upp tímaásinn og markverða viðburði á þartilgerðan flöt inni á sýningunni undir stjórn sýningarstjóra, Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.

Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á mótun vöruhönnunar á Íslandi síðasta áratuginn til dagsins í dag. Sjónum er sérstaklega beint að samstarfsverkefnum vöruhönnuða. Þau eru margbreytileg og mikilvæg í mótun landslags vöruhönnunar á Íslandi og um leið fyrir íslenskt samfélag.

Eftirtaldir hönnuðir og hópar eiga verk á sýningunni eða tengjast sýningunni náið með öðrum hætti: Brynjar Sigurðarson, Hrafnkell Birgisson, Vík Prjónsdóttir, Glamour et Cetera, Hanna Jónsdóttir, Nanon de Bruijn, María Kristín Jónsdóttir, Bylgja Rún Svansdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Róshildur Jónsdóttir, Katrín Ólína Pétursdóttir, Hanna Dís Whitehead, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sruli Recht, Þórunn Árnadóttir, Attikatti, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Pétur H. Ármannsson, Sigurður Þorsteinsson, Aðalsteinn Stefánsson, Sesselja Guðmundsdóttir (1972-2007), Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Katharina Lötzsch, Robert Peterssen, Brynhildur Pálsdóttir.

Sýningarstjóri verður með almenna leiðsögn fyrr um daginn, kl 15:00.
Vonumst til að sjá þig í safninu sunnudaginn 14. október!

Hönnunarsafn Íslands Garðatorg 1, Garðabæ
Opið alla daga nema mánudaga frá 12-17.
honnunarsafn.is















yfirlit