Á laugardaginn er hin árlega Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur og að sjálfsögðu eru fjölmargir viðburðir tengdir hönnun og arkitektúr á boðstólnum. Hér að neðan er samantekt á hönnunartengdum viðburðum og beinn tengilll á hvern viðburð á heimasíðu Menningarnætur. Við hvetjum fólk til þess að fara á heimasíðuna og skipuleggja daginn vel. Hátíðin stendur yfir frá morgni til kvölds og það er að sjálfsögðu tilvalið að byrja daginn í Hörpu á örsýningu á vegum HönnunarMars.
Skoðið málin, skipuleggið daginn og gangið í bæinn á Menningarnótt.
========
HönnunarMars | Örsýning í Hörpu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Við Faxagarð
Kl. 11:00 - 22:00
Hönnunarmiðstöð og Epal setja upp örsýningu á framúrskarandi íslenskri hönnun á Menningarnótt.
Á sýningunni eru munir sem hafa hlotið brautargengi erlendis eftir þátttöku í kaupstefnu Hönnunarmiðstöðvar og Norræna hússins, DesignMatch.
Á sýningunni verða hlutir eftir Chuck Mack, Kristrúnu Hjartar, Bryndísi Bolladóttur, Dögg Guðmundsdóttir og Helgi I. Sigurbjarnardóttur.
Um leið verður HönnunarMars kynntur en hann er fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík þar sem dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Um alla borgina – í tómum vöruhúsum, verslunum, galleríum, veitingastöðum sem og á götum úti – hitta gestir fyrir leiðandi íslenska hönnuði jafnt sem þá upprennandi, sem grasrótinni tilheyra.
Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og njóta innblásturs af fjölbreyttri flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. HönnunarMars er boðberi vorsins og gróskunnar í íslenskri hönnun og lífleg bæjarhátíð. Við hlökkum til að sjá þig á HönnunarMars 2013 – taktu þátt í gleðinni og marseraðu með okkur um Reykjavíkurborg.
Facebook |
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Bönd og bingó
Netagerðin vinnustofa
Nýlendugata 14
Kl. 14:00 - 22:00
Bönd & Bingó er menningaruppákoma sem fer fram í versluninni og vinnustofu Netagerðinni við Mýrargötu 14.
Yfir daginn og um kvöldið verður fjölbreytt dagskrá þar sem hljómsveitir og listamenn munu troða upp. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að taka þátt í skemmtilegum bingó-leik sem fer fram reglulega yfir daginn, sér að kostnaðarlausu. Veglegir vinningar í boði, íslensk hönnunarvara og tónlist frá þeim aðilum sem standa að Netagerðinni. Munu þjóðþekktir einstaklingar taka að sér bingóstjórn.
Tónlistardagskrá:
15.00 - Magnús Leifur
17.00 - Moses Hightower
19.00 - Sóley
21.00 - Legend
Facebook |
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Aðalstræti 10 - Elsta hús Reykjavíkur 250 ára - Saga hússins
Kraum, Aðalstræti 10
KL. 18:00 - 18:15
Guðný Gerður borgarminjavörðru segir 250 ára sögu hússins við Aðalstræti 10, allt frá Innréttingunum til dagsins í dag.
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
Aðalstræti 10 - Endurbygging elsta húss Reykavíkur
Kraum Aðalstræti 10
KL. 17:00 - 17:15 OG 18:30-18:45
Stefán Örn Stefánsson arkitekt sýnir myndir og segir frá endurbyggingu hússins Aðalstræti 10 á árunum 2005-6.
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
Aðalstræti 10 - Saga innréttinganna og Skúla fógeta
Kraum Aðalstræti 10
KL. 17:00 - 17:15 OG 18:30-18:45
Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur segir frá stofnun Innréttinganna, en húsið Aðalstræti 10 var hluti þeirra. Einnig mun Hrefna segja okkur frá stofnandi Innréttinganna, Skúla Magnússyni fógeta. KL. 16:00 - 16:15
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Týr | ljós innsetning
Varðskipið Týr
Faxagarði niður við höfn
KL. 14:00 - 18:00
Marcos Zotes og Gerður Sveinsdóttir leiða gesti inn í varðskipið til að upplifa ljós innsetningu.
Facebook |
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Ferðatöskumarkaður og sýning
Kirsuberjatréð
Vesturgötu 4
kl. 14:00 - 19:00
Á Menningarnótt verður haldinn „ferðatöskumarkaður“ fyrir utan Kirsuberjatréð við Vesturgötu 4. Hugmyndin er sú að fjölbreyttur hópur fólks m.a. handverks- og listafólk geti komið og selt varning sem rúmast í einni ferðatösku. Kirsuberjatréð býður gestum að koma, taka þátt í stemmningunni, hlusta á tónlist og þiggja þjóðlegar veitingar. Markaðurinn stendur yfir frá 14:00-19:00 á Menningarnótt
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
Innandyra, stendur á sama tíma yfir sýning á teikningum og verkum úr postulíni og leir eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttir. Kristín vann verkin á meðan hún dvaldi í Japan við The Shigaraki Ceramic Cultural Park á síðastliðnu ári. Kirsuberjatréð verður opið frá 10:00-22:00 á Menningarnótt.
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Hanna Dís Whitehead
Spark design space
Klapparstígur 33
Samtal – Dialog
kl. 10:00 - 18:00
Á Menningarnótt verða kynnt í Sparki verk Hönnu Dísar Whitehead. Í verkum sínum rannsakar Hanna Dís samband og samtal fólks við manngerða hluti. Verkefnið á uppruna sinn í útskriftarverkefni Hönnu Dísar frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven 2011. Hún hefur hannað hluti úr steinleir þar sem notagildið er ekki skilgreint heldur opið. Hún hefur komist að því að um leið og sett er handfang á hlut skapast sterk tenging við notandann, ímyndunaraflið fer af stað og notandinn stenst ekki mátið og reynir að finna hlutverk fyrir hlutinn. Þessi árátta er afgerandi. Fólk hefur komið á framfæri ólíkum hugmyndum um notkun fyrir hlutina og stungið upp á nýjum samsetningum. Vörurnar hafa svo þróast út frá þessum viðbrögðum fólks. Hlutirnir eru að mestu leiti unnir út frá tveimur mismunandi formum, hringlaga formi og einföldum handfangs formum. Notuð eru staflanleg mót til að sýna hvernig mismunandi hæð og lengd á sama forminu kallar fram ólíka notkunar möguleika. Er hluturinn pottur, kanna eða jafnvel taska?
Hanna Dís vinnur með mismunandi áferðir á hlutunum svo sem leir , plast og málm áferðir. Þessar áferðir hafa áhrif á hugmyndir fólks um notkun. Fólki finnst málmur til dæmis hafa með hita að gera en önnur efni gefa til kynna að í þeim skuli geymdur vökvi. Hanna Dís mun halda áfram að þróa vörurnar út frá innleggi fólks þannig að nýjir hlutir bætast við á sýningartímabilinu og aðrir hverfa á braut í mismunandi hlutverk þar sem öll verkin á sýningunni eru til sölu.
========
Ég átti bara leið hjá
7Factory galleri
Bergstaðastræti 10
Kl. 12:00 - 19:00
“Ég átti bara leið hjá. Og ég sá að það var eitthvað áhugavert í gangi.” er verk í þróun sem kannar samband einstaklingsins við rými. Verkið er samantekt af ýmsum efnum. Fyrsta serían er unnin með geislaskurði og kannar hina ómeðvituðu en óstöðvandi þörf mannsins til að skilja eftir sig spor í landslaginu og til að leita að mannlegum eiginleikum í náttúrinni. Seinni hlutinn er byggður á bókinni Ósýnilegu borgirnar eftir Italo Calvino. Verkið er safn teikninga sem samræma á sjónrænan hátt allegórískt sjónarhorn höfundsins á mannleg samfélög og sviðbrigði íslensks landslags og samfélags.
Elisa Vendramin | designer
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Textíll
Fish veitingastaður
Ingólfsstræti 8
KL. 11:00 - 21:00
Á FISH, nýjum veitingastað við Ingólfsstræti 8, verður sýning á púðum sem eru unnir úr vatnsheldum efnum og eru eftir Guðlaugu Ágústu Halldórsdóttir, textílhönnuð. Opið verður frá kl. 11-21 á Menningarnótt.
========
Pixlar
Verkís
Suðurlandsbraut 4, 108
KL. 23:00 – 06:00
Verkís fagnar 80 ára afmæli á árinu og hefur af því tilefni lýst upp framhlið starfsstöðvar sinnar að Suðurlandsbraut 4 upp á nýjan og spennandi hátt. Efnt var til samkeppni á Pixel Art listaverki sem innsetningarþætti Verkís á Menningarnótt 2012. Vinningstillagan sem sameinar verkfræði, tækni og list ber nafnið Pixlar og er eftir Hermann Hafsteinsson nemanda í grafískri hönnun við Marbella Design Academy á Spáni.
========
Bak við tjöldin | Ella
Ingólfsstræti 5
kl. 12:00 - 17:00
Með B
Með BAK VIÐ TJÖLDIN viljun við sýna áhugasömum listunnendum þá viðskipta - og listmenningu sem finna má í ELLU.
Við ætlum að snúa fyrirtækinu; við færum verkstæðið okkar fram í búð og vörurnar inn á verkstæðið til að sýna ykkur það sem okkur finnst mestu máli skipta: fólkið á bak við tískuhúsið.
Facebook |
heimasíða
========
Myndlist Elínar G. Jóhannsdóttur
Nostrum Design
Skólavörðustíg 1a
kl. 10:00-18:00
Í Nostrum design, verður Elín G. Jóhannsdóttir með ný málverk. Hún kallar sýninguna ..Líttu í bæinn höfum gaman saman." Þetta eru málverk máluð á árinu með það að markmiði að hafa gaman. Dýr og trúðar koma mikið við sögu. Líttu við á Skólavörðustíg 1 a og leyfðu þér að brosa í smá tíma. Hönnuðirnir Arna og Hulda verða með sína frábæru íslensku hönnun í búðinni. Þá munu þær sýna haust og vetrarlínuna. Þar má líta falleg föt á konur á öllum aldri. Hlakka til að sjá þig.
Facebook |
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Heima/heimur - Prjónaskapur og spjall
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Tryggvagata 17
Kl. 15:00 - 18:00
Söguhringur kvenna og gestir og gangandi leggja lokahönd á Prjónahúsið sem stendur uppi í A- sal Hafnarhússins. Gestir dagskrárinnar verða m.a. brasilíska söngkonan Jussanam Dejah, Amal Tamimi og rithöfundurinn Mazen Maarouf. Spurningar á borð við „hvað gerir heimili að heimili?“ og „hvað gerir heimaland að heimalandi?“ eru lagðar á borð í opnu spjalli.
Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dagskráin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur og fer fram þar.
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur
========
Opið hús
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan í Reykjavík
Öldugata 44
Kl. 16:30 - 19:30
Skoðunarferð um rétttrúnaðarkirkjuna, fyrirlestur um rússnesk tákn og arkitektúr kirkjunnar og ljósmyndasýning á hönnun í rússnesku kirkjunni í gegnum aldirnar. Te og kaffi er á boðstólnum á milli 16:30 - 18:00
Viðburður á heimasíðu Menningarnætur