20.9.2012

Sýningin NAUTN OG NOTAGILDI |Sýningartími framlengdur til 30. september



Sýningartími NAUTN OG NOTAGILDI - myndlist og hönnun á Íslandi, í listasafni Árnesinga í Hveragerði hefur verið framlengdur til 30. september. Verk á annað hundrað höfunda eru leidd saman í þeim tilgangi að kanna snertifleti milli myndlistar og hönnunar á Íslandi. Sýningin spannar tímabilið frá öðrum áratug síðustu aldar til samtímans.

Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Elísabet V. Ingvarsdóttir sem hafa skapað sér fjölbreyttrar reynslu innan myndlistar og hönnunar.

Sýningin sem opnaði þann 8.júlí sl. og stendur til 30. september 2012. Safnið er opið alla daga frá kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Listasafnið er til húsa að Austurmörk 21 í Hveragerði. Allir velkomnir

Listasafn Árnesinga
















yfirlit