Tilkynnt var um úrslit í samkeppni um endurskoðun á hönnun og skipulagi svæðisins við Ingólfstorg á föstudaginn og hlutu Ask Arkitektar fyrstu verðlaun í samkeppninni. Höfundar tillögunar eru Þorsteinn Helgason og Gunnar Örn Sigurðsson arkitektar. Aðstoð: Vilborg Guðjónsdóttir, Páll Gunnlaugsson, Valdimar Harðarson, Una Eydís Finnsdóttir og Snædís Bjarnadóttir arkitektar.
Í umsögn dómnefndar um tillögu Ask arkitekta segir m.a.:
Metnaðarfull tillaga sem tekur tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst meðal annars í skýrri og heildrænni sýn á viðkvæmu og mikilvægu miðborgarsvæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum.
Allar þær tillögur sem bárust í samkepnnina eru til sýningar að Thorvaldsensstræti 6, Landssímahúsinu. Allmargar hugmyndanna fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu. Aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðamynstri, staðaranda og svæðinu eins og það er. Sýningin er opin daglega frá 14:00 - 18:00 og stendur til 29. júlí.
Á heimasíðu Arkitektafélagsins má einnig nálgast skjal með álit dómnefndar á öllum samkepnnistillögunum.
Hér er hlekkur á frétt Arkitektafélagsins og skjalið.