1.10.2012

Sýning á Hönnunarsafni Íslands | Saga til næsta bæjar




Saga líðandi stundar, lýsing augnabliksins í íslenskri vöruhönnun. Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á mótun vöruhönnunar á Íslandi síðasta áratuginn til dagsins í dag.

Sjónum er sérstaklega beint að samstarfsverkefnum vöruhönnuða. Verkefni þeirra eru oftar en ekki þverfagleg. Þau eru margbreytileg og mikilvæg í mótun landslags vöruhönnunar á Íslandi og um leið fyrir íslenskt samfélag. Inn í þetta samhengi fléttast sögur þeirra hönnuða sem hafa látið að sér kveða fyrr og nú auk þeirra nýju radda yngri kynslóðarinnar sem hafa sprottið fram.

Á sýningunni eru um 50 verk eftir fjölda íslenskra vöruhönnuða. Að auki er sagt frá stórum samstarfsverkefnum sem nú standa yfir og hafa mikilvægt gildi til eflingar í nýsköpun og endurhugsun bæði á staðbundnu hráefni og leiðum til þess að endurvekja aðferðir og þróa þær áfram.

Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Sýningin opnaði 7. júní s.l og stendur til 14. oktober.
Opið alla daga nema mánudaga frá 12-17.

Allir velkomnir!
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorg 1, Garðabæ
www.honnunarsafn.is















yfirlit