18.5.2012

Listahátíð í Reykjavík 2012



Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní og fyllir vorkvöldin löng með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er klassísk og framsækin í senn og verða á hátíðinni frumflutt ný verk í öllum listgreinum og efnt til spennandi samvinnu milli listamanna, listgreina og áhorfenda.

Á hátíðinni verður ráðist í flutning á stórum klassískum tónverkum, popptónlist á verðuga fullrúa í ár og nýstárleg sviðsverk eru á dagskrá. Mikill fjöldi viðburða er á hátíðinni auk stórs alþjóðlegs myndlistarverkefnis, sem mun leggja undir sig borgina í vor.

Mörg hundruð listamenn koma að hátíðinni, frá Rússlandi, Spáni, Frakklandi, Sviss, Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, öllum Norðurlöndunum, auk Íslands.

www.listahatid.is















yfirlit