15.5.2012

Umsóknir óskast | Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. til 5. nóv. 2012

UMSÓKNARFRESTUR TIL 8. JÚNÍ 2012


HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu/kynningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun nóvember. Sýningin stendur í 5 daga og er aðgangur ókeypis.

Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun s.s. vöruhönnun, fatahönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar valið er inn.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa þessa árstíð í huga þegar þeir velja listmuni/vörur til kynningar.

Umsóknir um þátttöku verða að berast sem fyrst en í síðasta lagi 8. júní.

Niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir í síðasta lagi 19. júní 2012

Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu Handverks og hönnunar.















yfirlit