15.4.2012

Sýning, fyrirlestur og leiðsögn




„Sýning um National Purist Routes eftir Gislunn Halfdanardottir og Mathias Kempton. Verkefnið er lokaverkefni þeirra en þau útskrifuðust frá Arkítektaskólanum við Oslo í vor. Verkefnið hlaut verðlaunin „statsbygs studentpris for fremragende arkitektur“ 2012.

Á opnun sýningarinnar 14. apríl kl. 14.00 munu Gislunn og Mathias flytja fyrirlestur um verkefnið. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Verkefnið „National Purist Roads“ kannar samband vatns, jarðhita, ferðamennsku og ósnortinna landsvæða. Með því að innleiða vetnisstöðvar á áfangastöðum um allt land fyrir bílaleigubíla verða möguleikarnir óþrjótandi bæði á sviði ferða- og orkumála.“

www.nordice.is















yfirlit