DANS - DANS - DANS
Verið velkomin á sýningu okkar í Herberginu í
Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík.
Við ætlum að leyfa ljósum og lömpum sem við höfum unnið
í sameiningu að varpa dansandi birtu um rýmið.
Okkur væri sönn ánægja að sjá þig/ykkur.
Opnunin er föstudaginn 13. apríl kl. 17:00.
Léttar veitingar verða í boði.
Sýningunni lýkur mánudaginn 23. apríl.
Margrét Guðnadóttir og Guðný Hafsteinsdóttir
Tjútt,Vals og Rúmba.
Í upphafi samstarfs okkar lögðum við upp með sam-fléttu þar sem postulínið og tágarnar næðu að flæða og vinna saman í formi og litum. Við höfum ekki kynnst því áður að flétta saman leir og tágum, enda efnin ólík og krefjandi, en hugmyndin og möguleikarnir ögrandi. Hart postulínið á móti mýkt táganna birtist okkur eins og dans, í litríku tjútti, björtum vals, og kraftmikilli rúmbu. Við spinnum saman mýkt og léttleika þessara ólíku efna. Fullunnin verkin varpa upp þeirri dansandi birtu sem við leituðumst eftir að ná fram í sköpunarferlinu.
Tjútt,Waltch og Rumba.
When we started our cooperation we wanted to weave toghether porcelain and reed so it would flow together in form and colour. We were not familiar with weaving together clay and reed, as the materials are very different and demanding in their own ways, but we found the idea and possibilities to be a challenge. The hard porcelain against the softness of the reed manifested itself to us as a dance, as a colourful tjutt (icelandic for dancing your heart out), bright waltz and an energetic rumba. The final works cast the dancing light we searched for in the creative process.
www.gudnyhaf.is