Listahátíðin Westfjord ArtFest verður haldin í annað sinn á Ísafirði dagana 6. og 7. apríl 2012.
Westfjord ArtFest verður í þremur ólíkum rýmum á Ísafirði; Norska Bakaríinu, Menningarmiðstöðinni Edinborg og KNH skemmunni þar sem vídjóverkum verður varpað á sama tíma og Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram. Það má segja að 58 listamenn komi að Westfjord ArtFest. Í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu verður sýningin Phobophobia en það er samsýning 33 myndskreytara, nánari upplýsingar um Phobophobiu eru á
Facebook síðu sýningarinnar.
Markmið WAF er að færa gestum og heimamönnum lifandi listahátíð með ungum, efnilegum og framsæknum listamönnum og það sem einkennir listamennina á WAF er sköpunarkraftur, metnaður og lífsgleði.
Facebook síða Westfjord ArtFest.
Eftirtaldar sýningar sem opnuðu á HönnunarMars er enn hægt að sjá:
Rætur í Hafnarborg
Fingramál í Hönnunarsafni Íslandis
Dýrðin, dýrðin Vatnsmýrin í framtíðinni, dirrindí
í Norræna húsinu
Ból, Kar og Hulið hjarta í Listasafni Íslands
Stefnumót hönnuða og bænda
í SPARK DESIGN SPACE
Erró í Listasafni Reykjavíkur