1.3.2012

Sýning | Textilfélag Íslands

 
 

Ljósmyndari: Kristveig Halldórsdóttir
 
 
Félagar í Textilfélagi Íslands opna sýningu kl. 13.00 á opnu húsi í stóra salnum á 2. hæð á Korpúlfsstöðum laugardaginn 3. mars en henni lýkur svo sama dag og HönnunarMars lýkur þann 25. mars nk. Sýningin verður opin kl. 14-18 fimmtudaga til sunnudaga.

Fjölbreytnin er mikil og gefur góða mynd af þeirri miklu breidd sem þráðlistir á Íslandi spanna um þessar mundir. Á sýningunni má sjá prjónahönnun, fatahönnun, veflistaverk, tauþrykk, þæfingu, útsaum, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og margskonar óhefðbundin þráðlistaverk unnin í blandaðri tækni.

Textilfélag Íslands var stofnað árið 1974 af nemendum og kennurum textildeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Eitt af aðalmarkmiðum félagsins hefur frá upphafi verið að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra á innlendum og erlendum vettvangi. Í dag eru félagskonur 80 og þátttakendur á sýningunni 40 eða um helmingur þeirra. Það er mikið gleðiefni að svo stór hluti félagsmanna eigi verk þar.

Verið öll velkomin, aðgangur er ókeypis.

Sýning Textilfélags Íslands á Korpúlfsstöðum stendur til 25. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 - 18.

Sýningin var áður sett upp á þremur stöðum á Listasumri á Akureyri í júlí sl. í Mjólkurbúðinni, Ketilhúsinu og Menningarhúsinu Hofi.

Formaður Textilfélagsins er Ásdís Birgisdóttir Símar: 565 5482 / 895 2745 Netfang: asdisbirgis@simnet.is















yfirlit