21.2.2012

Umsóknir óskast | Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

 
 
Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí 2012.

Umsóknarfrestur framlengdur til 27. febrúar 2012.

Undanfarin sex ár hefur HANDVERK OG HÖNNUN staðið fyrir sýningu á haustin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar hafa í hvert sinn u.þ.b. 60 aðilar sýnt og kynnt mjög fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið og hefur aðsóknin alltaf verið mjög mikil.

Vegna mikillar eftirspurnar, bæði frá gestum og þátttakendum, hefur verið ákveðið að halda tvær slíkar sýningar í ár. Sú fyrri verður dagana 3. til 7. maí og sú síðari í nóvember.

Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun s.s. vöruhönnun og fatahönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar valið er inn. Umsækjendur eru hvattir til að hafa þessa árstíð í huga þegar þeir velja listmuni/vörur til kynningar.

Á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR er að finna allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag sýningarinnar og umsóknareyðublað. Sjá: www.handverkoghonnun.is/islenska/radhusid/















yfirlit