17.2.2012

Sýning | Sjálfsagðir hlutir



Sýningin "Sjálfsagðir hlutir" var opnuð í Hönnunarsafni Íslands, föstudaginn 10. febrúar.

Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á sumum af þeim gripum sem við tökum sem sjálfsögðum í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjallað er um hráefni og hönnun en ásamt því verður fjölskyldusmiðja þar sem hægt er að vinna verkefni í sýningarrýminu.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að einfalda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Gripirnir á sýningunni eiga sér oft á tíðum sögu sem kemur á óvart, þar sem tilviljun og hugmyndaauðgi eiga stóran þátt í að nýr hlutur verður til. Hönnun snýst þó ekki einungis um að leysa fyrirliggjandi vanda, stundum leysir hún vanda sem enginn vissi að væri til, líkt og tannstöngullinn gerði á sínum tíma.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar opnar sýninguna opnar sýninguna.

honnunarsafn.is
















yfirlit