3.1.2012

Opið fyrir umsóknir | RFF



Kæru fatahönnuðir og fagfólk,

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að undirbúningur fyrir Reykjavik Fashion Festival N°3 er hafin og hátíðin verður haldin 29. mars - 1. apríl 2012.

Kynningarteiti verður fimmtudaginn 19. janúar þar sem þátttakendur og dagskrá RFF N°3 verður kynnt.

Umsóknartími fatahönnuða til að sækja um þátttöku er frá 15. desember til 7. janúar og hægt er að sækja um rafrænt á www.rff.is.

Í framhaldi mun sérstakt fagráð sjá um að velja þátttakendur og mun Ellen Loftsdóttir vera listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár.

Í fagráði sitja:
  • Geraldo Conceicao, fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi MiuMiu og Yves Saint Laurent
  • Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands
  • Dorrit Moussaieff, Forsetafrú og athafnakona
  • Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operendum í Bandaríkjunum
  • Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi
  • Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF
  • Anna Clausen, stílisti

Með von um farsælt samstarf og bestu kveðjur fyrir hönd RFF,

Þórey Eva Einarsdóttir,
Framkvæmdarstjóri Reykjavik Fashion Festival

www.rff.is
thorey@rff.is















yfirlit