18.11.2011

Fögnuður | Spark Design Space



HVERRA MAMMA ERT ÞÚ?

Útgáfufögnuður föstudag 18. nóvember í Spark Design Space Klapparstíg 33 frá 17-19

Fögnuðurinn stendur í 3 daga.

Ljóðabókverkið, sem gefið verður út í tölusettum eintökum, varð til í höndum ljóðskálds og átakafræðings, arkitekts og myndlistarkonu sem vildu heiðra mæður sínar, ömmur, langömmur og lífið sjálft í þrívíðum ljóðheimi sem ratað hefur á rótina sína.

Verkið er til sölu í Spark Design Space.

orð: Hrund Gunnsteinsdóttir er fædd 1974 í Reykjavík. Hún er þróunarfræðingur og hefur fengist við landamæraleysi, skrif, nýsköpun og uppbyggingarstarf.

teikn: Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir er fædd 1973 í Reykjavík. Hún er myndlistarmaður og kennari og hefur lengst af skoðað og skráð tengsl teikningarinnar við rýmið og lífrænuna.

rúm: Hildigunnur Sverrisdóttir er fædd 1972 í Reykjavík. Hún er arkitekt og kennari með víðtækan áhuga á samhengi rýmis og tíma, ástandi manneskjunnar og samfélagi fólks.

 
Verkið var styrkt af Hlaðvarpanum

hverramamma.wordpress.com

sparkdesignspace.com















yfirlit