10.11.2011

Áratugur af tísku | Leiðsögn




LEIÐSÖGN SUNNUDAGINN 13. nóvember KL. 15:00
INGA BJÖRK ANDRÉSDÓTTIR

Inga Björk Andrésdóttir fatahönnuður verður með leiðsögn um afmælissýningu Fatahönnunarfélagsins, ÁRATUGUR AF TÍSKU, nk. sunnudag 13. nóvember kl. 15.

Inga Björk útskrifaðist með B.A. gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2008. Hún hannar nú skartgripi undir merkinu IBA - The Indian in Me ásamt því að kenna við Fjölbrautarskólann í Ármúla.


Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn stendur fyrir afmælissýningu félagsins, Áratugur af tísku. Fatahönnunarfélag Íslands var stofnað þann 19. september 2001 og fagnar því í ár 10 ára afmæli. Vöxtur fatahönnunar hérlendis hefur verið með eindæmum á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar.

Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður.

Þátttakendur í sýningunni eru Áróra, Ásta Creative Clothes, Farmers Market, Birna, Lúka Art & Design, Skaparinn, Shadow Creatures, ELM, Kurl Projekt, Eva María Árnadóttir, Eygló, Go with Jan, MUNDI, Gust, Guðmundur Jörundsson, Andersen & Lauth, Hanna Felting, Ziska, Ígló, KronKron, IBA-The Indian in Me, Jbj design, Kalda, REY, Forynja, Lykkjufall, Sonja Bent, Path of Love, Sunbird, Thelma, Spaksmannsspjarir, Eight of Hearts, Vera & Sruli Recht.

Síðasta sýningarhelgi.

Allir velkomnir.

















yfirlit