2.11.2011

Stefnumót við hönnuði | Áratugur af tísku

 
 
ÁRATUGUR AF TÍSKU: Afmælissýning Fatahönnunarfélags Íslands

STEFNUMÓT VIÐ HÖNNUÐI
Laugardaginn 5. nóvember kl. 14:00


Efnt verður til stefnumóts við fatahönnuðina Eygló Margrét Lárusdóttur (EYGLO) og Guðmund Hallgrímsson (MUNDI) þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja spurninga og fá innsýn í heim þeirra og fræðast um fatnaðinn.

Eygló Margrét Lárusdóttir stofnaði sitt eigið merki, EYGLO árið 2006 eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig starfað sem lærlingur hjá Bernhard Wilhelm, AsFour og Jeremy Scott. Eygló rekur ásamt 8 öðrum hönnuðum verslunina Kiosk á Laugaveginum.

Listamaðurinn MUNDI (Guðmundur Hallgrímsson) hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir fatahönnun og listsköpun þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Fatalína hans er nú seld víðsvegar um heim. Mundi rekur verslunina Mundi Boutique á Laugaveginum.

Stefnumótið fer fram í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni kl. 14:00 laugardaginn 5. nóvember nk.

gerðarsafn.is















yfirlit