3.11.2011

Gróskumikið handverk og Skúlaverðlaunin 2011



Dagana 3. – 7. nóv. 2011 verður haldin stór sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þetta er í sjötta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Það eru listamennirnir sjálfir sem kynna vörur sínar.

Gróskan og fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri en að þessu sinni og 63 aðilar sýna verk sín.

Á fyrsta degi sýningarinnar, fimmtudaginn 3. nóv. verða Skúlaverðlaunin 2011 veitt í fjórða sinn en þau verðlaun eru veitt í samkeppni meðal þátttakenda um besta nýja hlutinn. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum Iðnaðarins.

Hægt er að skoða kynningu á öllum þátttakendum á sýningunni á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR: www.handverkoghonnun.is

Styrktaraðilar sýningarinnar í ár eru: Kraum, Valitor og Reykjavíkurborg.

 
 
 
Opnunartími sýningarinnar er:
Fimmtudag 3. nóv. kl. 15 – 19
Föstudag 4. nóv. kl. 10 – 19
Laugardag 5. nóv. kl. 10 – 18
Sunnudag 6. nóv. kl. 10 – 18
Mánudag 7. nóv. Kl. 10 - 19

Aðgangur ókeypis – verið velkomin!















yfirlit