7.11.2011

HVÍT JÓL | Jólasýning í Hönnunarsafni Íslands



HVÍT JÓL
Jólasýning í Hönnunarsafni Íslands (28.10. 2011 – 15.1. 2012)


Föstudaginn 28. október var opnuð ný sýning í Hönnunarsafni Íslands. Að þessu sinni sýnum við fjölbreyttan norrænan borðbúnað og stóla. Við höfum leitað fanga á heimilum fólks og víðar og sett saman á skemmtilegan hátt - gamalt í bland við nýtt, stál í bland við silfur, kristal í bland við gler og kunnuglega hluti í bland við framandi.

Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til. Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.

Jólasýning Hönnunarsafnsins er borð minninganna sem leiðir hugann að endurmati og endurnýtingu. Slíkt á vel við á okkar tímum.

Sýningarstjóri: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Hönnunarsafn Íslands
Garðatorgi 1
210 Garðabær
Sími: 512 1525
Opið: alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Ókeypis aðgangur á miðvikudögum

www.honnunarsafn.is















yfirlit