21.9.2011

Sýning | Museum für Angewandte Kunst



Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt verður efnt til sýningar helgaðri íslenskri hönnun í Hönnunarsafni Frankfurt – Museum für Angewandte Kunst.

Sýningin ber heitið Randscharf Design in Island (On the Cutting Edge: Design in Iceland) og þar verða yfir 100 vörur af margvíslegum sviðum íslenskrar hönnunar teknar til sýningar.

Á sýningunni verður dregin upp mynd af fjölbreytileika íslenskra hönnunar – allt frá fatahönnun til samskiptahönnunar – og varpað ljósi á þau áhrif sem litróf íslenskrar náttúru, lega landsins og frásagnarhefð þjóðarinnar hefur á hönnun Íslendinga. Fimmtíu og níu íslenskir hönnuðir munu sýna þar vörur sínar. Þeir eru eftirfarandi:

Anna Thórunn Hauksdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, ásta créative clothes (Ásta Guðmundsdóttir), Aurum (Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir), Barbara í Gongini, Berglind Snorra, Birgir Már Sigurðsson, Bobby Breiðholt (Björn Thor Björnsson), Bryndís Bolladóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Cintamani (Steinunn Sigurðardóttir), Daníel Þorkell Magnússon, Dögg Design (Dögg Guðmundsdóttir), Dóri Andrésson, Eyþór Páll Eyþórsson, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Friðgerður Guðmundsdóttir, Goddur (Guðmundur Oddur Magnússon), Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Gunni Þorvalds, HAF by Hafsteinn Júlíusson, Heimir Héðinsson, Hlynur V. Atlason, Hörður Lárusson, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, HRING EFTIR HRING (SteinunnVala Sigfúsdóttir), Hulda Eðvaldsdóttir, IHANNA (Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir), Jónas Valtýsson, Kristín Birna Bjarnadóttir, Mundi (Guðmundur Hallgrímsson), Óðinn Bolli Björgvinsson, Ólöf Jakobína Ernudóttir, Ragnar Freyr, Ratdesign (Ragnheiður Tryggvadóttir), rosarosa (Rósa Hrund Kristjánsdóttir), Rut Ingólfsdóttir, Scintilla (Linda Björg Árnadóttir), Sig Vicious (Siggeir Hafsteinsson), Siggi Eggertsson, Siggi Odds, Sigurður Már Helgason, Spaksmannsspjarir, Sruli Recht, Stefán Pétur Sólveigarson, STEiNUNN (Steinunn Sigurðardóttir), Studio Bjöss (Jón Björnsson), stúdíó subba (Kirstín Sigfríður Garðarsdóttir), Sveinn Davíðsson, The North South (André ÚlfurVisage & RagnarVisage Sigrúnarson), Thórarinn Leifsson, Tinna Gunnarsdóttir, Tuesday project (Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir & Tinna Gunnarsdóttir), Vík Prjónsdóttir (Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir), Vakna Design (Kristrún Hjartar aka Krissa) og sem sérstakur gestur Barbara í Gongini.

www.angewandtekunst-frankfurt.de

Sýningarstjórar eru Matthias Wagner K. og Klaus Klemp. Matthias Wagner K er vel kunnugur íslenskri hönnun, en hann var sýningarstjóri fyrstu íslensku tísku- og vöruhönnunarsýningarinnar í Þýskalandi árið 2005 í hönnunarsafninu í Köln og árið 2009 var hann sýningarstjóri fyrsta norræna tiskuhönnunartvíæringsins. „Íslensk hönnun er fjölþætt og helgar sig margbreytileika – hún grundvallast á viðleitni til að skara fram úr,“ segir Wagner K. „Sýning sem þessi færir íslenska hönnun í brennidepil. Hún gæti – og ætti – að styrkja sjálfstraust íslenskra hönnuða og hvetja til eflingar þessa geira á Íslandi.“

Facebook leikur og hönnunarþing

Af tilefni sýningarinnar ýtir Museum für Angewandte Kunst á morgun úr vör Facebook leik þar sem sköpunarglöðum Íslandsvinum er boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppni með því að senda inn ljósmyndir eða teikningar af hönnun sinni. Þemað er Ísland og sköpunargleðinni eru engin takmörk sett – öll hönnun kemur til greina – fatnaður, fylgihlutir, búsáhöld eða húsgögn. Sigurvegarinn hlýtur að launum ferð fyrir tvo til Íslands, en fjöldi annarra vinninga er einnig í boði. Leikurinn hefst á morgun og stendur yfir til 31. nóvember.

Á „Design Þing“ í AusstellungsHalle í Frankfurt, sem hefst þann 23. september, býðst fólki svo að versla íslenska hönnun. Þar munu þrjátíu hönnuðir og handverksfólk frá Reykjavík og Frankfurt kynna og selja vörur sínar; tískufatnað, skartgripi, húsgögn, veggspjöld og margt fleira.

















yfirlit