29.9.2011

Norræni tískutvíæringurinn




Henrik Vibskov

Áslaug Magnúsdóttir

Orlando-Palacios

Nicole Miller

Yvan Mispelaere

Gudrun Rogvadottir

Norræni tískutvíæringurinn 2011 gerir klárt fyrir opnun 30. september í Norræna sögusafninu í Seattle

Sex vikna sýning hyllir norræna hönnun, tísku og nýjungar

Norræn tíska og hönnun ásamt norrænni menningu verða á sýningu í Seattle frá 30. september þegar Norræna sögusafnið (The Nordic Heritage Museum) í Seattle og Norræna Húsið í Reykjavík opna Norræna tískutvíæringinn 2011 í samvinnu við Iceland Naturally. Sýningin er opin almenningi og mun standa til 13. nóvember í Norræna sögusafninu í Seattle. Með áhugaverðum innsetningum verður varpað ljósi á margt það fremsta í norrænni tískuhönnun með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar. Alþjóðlegir hönnuðir munu leiða tveggja daga tísku- og hönnunarmálþing og 12 ungir bandarískir hönnuðir munu keppa um ferð á Reykjavík Fashion Festival.

Sýningin

Kjölfesta Norræna tískutvíæringsins er sýningin Looking Back to Find our Future sem leggur áherslu á norræna tísku- og skartgripahönnun samtímahönnuða á Norðurlöndum, þ.m.t. frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir (eða Shoplifter), sem hefur aðsetur í New York, var valin til að vera listrænn stjórnandi sýningarinnar. Shoplifter er kunn fyrir störf sín með Museum of Modern Art í New York og samstarf sitt með Björk. Hún vinnur með hliðsetningu gamals og nýs og með samþættingu sýningargripa sem fyrir eru í Norræna sögusafninu í Seattle. Þessi efnistök varpa ljósi á óskýr mörk fortíðar og nútíðar um leið og þau varpa ljósi á menningarleg áhrif og djúpar rætur fortíðar sem margir hinna norrænu listmuna spruttu úr.

„Norræni tískutvíæringurinn er vettvangur þar sem við hyllum og gefum innsýn í norrænan anda; sýnum samruna sköpunargleði og hagnýti í tískuhönnun og einnig hinn ótrúlega glæsilega árangur sem norrænir tískuhönnuðir hafa náð” segir Shoplifter, listrænn stjórnandi Norræna tískutvíæringsins 2011. „Ég ber djúpa virðingu fyrir sögu tískunnar og sköpunargleði fólks þegar kemur að skreytingum okkar sjálfra á okkur og umhverfinu. Á Norræna tískutvíæringnum getur fólk séð hvernig mennirnir eru líkir og ólíkir hnattrænt og skapað eigin tengsl á milli veruleika fortíðar og nútíma."

Til viðbótar tísku- og hönnunarinnsetningum mun á þessari sex vikna sýningu einnig vera norræn götutísku-ljósmyndasýning með myndum frá Reykjavík, Nuuk, Færeyjum, Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló og Stokkhólmi. Ljósmyndararnir sem taka þátt í henni eru Jói Kjartans (Reykjavík), Hildur Hermans (Osló), Hel-Looks (Helsinki), The Locals (Kaupmannahöfn), Style Clicker (Stokkhólmur) og Aviaaja Ezekiassen (Nuuk).

Málþingið

Norræni tískutvíæringurinn 2011 mun hefjast þann 30. september með málþinginu NFB 2011 Fashion Summit, sem er röð gagnvirkra kynninga og umræðufunda sem stýrt verður af leiðandi fólki og forystaðilum í hönnun og tísku. Hönnuðum, listamönnum og nemendum í tískuheimi er boðið að taka þátt í umræðum um tísku, menningararflegð og sjálfbærni sem ætlað er að hefja umræður og virkja sköpunargáfu hjá reyndu fagfólki og ungum hönnuðum sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið. Á málþinginu verða 14 virtir framsögumenn með kynningar. Þeirra á meðal er Yvan Mispelaere, listrænn hönnuður hjá Diane Von Furstenberg, Áslaug Magnúsdottir stofnandi Moda Operandi og íslenski hönnuðurinn Mundi Vondi sem kunnur er af hönnun sinni og m.a. myndinni „Rabbit Hole” sem sýnd verður á Norræna tískutvíæringnum 2011.

„Ef tískuheiminum er stjórnað af kerfinu deyr sköpunargleðin smátt og smátt,” sagði Mundi Vondi, hönnuður og þátttakandi í tískumálþinginu. „Fyrr en varir blandast allar tískusýningar í eitt og það sama og verða meira og minna eins. Við þurfum nýtt blóð í tískuiðnaðinn. Er nokkuð betra til að fá innspýtingu nýrra hugmynda og straum af sköpunargleði en að eyða tveimur dögum með hönnuðum og listamönnum alls staðar að úr heiminum?"

Þemað samofið tískumálþinginu er sjálfbærni, menningararfleifð og ímynd eins og hún tengist tísku. Edda Guðmundsdóttir, hönnuður og stílist í New York, er listrænn meðstjórnandi málþings: „Framsögumennirnir okkar koma vítt og breytt að úr tískuheiminum – frá litlum fjölskyldufyrirtækjum til stórfyrirtækja. Þeir eru fulltrúar fyrir geysilega breidd, bæði hvað varðar rekstrareiningar og sköpunargáfu og koma úr öllum þáttum nútímarekstrar í tískuheiminum, allt frá handverksmönnum til stjórnenda alþjóðafyrirtækja. Á málþinginu sýnum við margskonar starfsemi og nálgun við tísku og ræðum m.a. sjálfbærni, hæga tísku (slow fashion) og hvernig hún tengist fjölmenningarlegri, hnattrænni neyslustefnu.”

Endalegan lista umræðuefna, ræðu- og framsögumanna sem og skráningarupplýsingar má finna á: www.nordicfashionbiennale.com.

Keppnin

Síðasti hluti Tískutvíæringsins 2011 er North by Northwest (N x NW) keppni tískuhönnuða sem ætluð er til að glæða andagift og sköpunargleði með óviðjafnanlegum listmunum og straumum í norrænni hönnun. Stúdentum og ungum hönnuðum frá Vesturströnd Bandaríkjanna var boðið að taka þátt og 12 hönnuðir frá Kaliforníu, Oregon, Washington-fylki og British Columbia voru valdir í úrslit. Gripir þeirra sem ná í úrslit verða sýndir á vefsetri Norræna tískutvíæringsins og mun dómnefnd ásamt almenningi velja tvo vinningshafa. Þeir munu hljóta ferð til Íslands á tískuvikuna í Reykjavík árið 2012 í verðlaun.

Norræni tískutvíæringurinn 2011 er að hluta til kostaður af rausnarlegum stuðningi fjölmargra aðila eins og Norrænu menningargáttinni, Norræna nýsköpunarsjóðnum, Norræna húsinu í Færeyjum, Norræna húsinu á Grænlandi, Iceland Naturally, Icelandair Cargo, Icelandic USA, Inc., Volvo, Marel, Trilogy International Partners, Scan|Design stofnun Inger og Jens Bruun, Barbro Osher Pro Suecia stofnuninni, Artsfund, 4Culture og lista- og menningarskrifstofu Seattle borgar.

Frekari upplýsingar um hönnuðina og listamennina sem taka þátt í Norræna tískutvíæringnum 2011 eru veittar í heildardagskrá og birtar eru upplýsingar um kaup miða á www.nordicfashionbiennale.com.

Hluti af þessi samstarfi eru tónleikarnir Sister City Showcase: Reykjavík Calling (www.icelandnaturally.com/reykjavikcalling) þar sem leiða saman hesta sína fjórir tónlistarmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum við tónlistarmenn frá Seattle. Tónlistarmenn á Reykjavík Calling í ár eru Ólöf Arnalds & Sean Nelson and Kyle O’Quin (Harvey Danger/Long Winters & Kay Kay and His Weathered Underground), Snorri Helgason & David Bazan, Gudrid Hansdottir & Tomo Nakayama (Grand Hallway) og Nive Nielson & Shelby Earl. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við útvarpsstöðina KEXP sem mun meðal annars senda út beint frá Iceland Airwaves í 12. – 14. október nk. og prentmiðlana The Stranger, Seattle Weekly og Seattle Magazine.

Um Norræna sögusafnið (Nordic Heritage Museum)

Norræna sögusafnið er menningarlegur fjársjóður Washington fylkis sem fær meira en 55,000 gesti á ári. Safnið er hið eina í Bandaríkjunum sem lýsir menningararfleifð allra Norðurlandanna fimm: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Það er stefna safnsins að deila norrænni menningu með fólki á öllum aldri og af mismunandi bakgrunni með sýningu listar og muna, með varðveislu safna, með því að deila menntun og menningarlegri reynslu og þjónustu við samfélagið sem samkomustaður. Norræna sögusafnið stendur fyrir ýmiskonar verkefnum eins og listsýningum, framúrskarandi tónleikum, fyrirlestrum, kvikmyndum og fjölmörgum uppákomum árið um kring. Fá má almennar upplýsingar á vef safnsins á www.nordicmuseum.org eða hringið í +1 206 789-5707.

Opnunartímar safnsins: Þriðjud. – Laugard. 10 f.h. til 4 e.h. Sunnud. 12 á hádegi til 4 e.h. Lokað á mánudögum.
Safnið er staðsett að 3014 NW 67th Street, Seattle, WA 98117

Um Norræna húsið í Reykjavík

Norræna húsið í Reykjavík er menningarmiðstöð sem var opnuð árið 1968 og er starfrækt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið þess er að hlúa að og styðja menningartengsl á milli Íslands og hinna norðurlandanna. Í þessu augnamiði hefur Norræna húsið víðtæka dagskrá menningaratburða og sýninga. Norræna húsið er eina byggingin á Íslandi sem hönnuð er af hinum heimsfræga arkitekt, finnska módernistanum Alvar Aalto. www.nordice.is

Nánari upplýsingar veita:
Norræna húsið:
Ilmur Dögg Gísladóttir, 5517019, ilmur@nordice.is og Helga Viðarsdóttir, 5517036 , helga@nordice.is
Iceland Naturally: Hlynur Guðjónsson, 545.7766, hlynur@mfa.is















yfirlit