17.8.2011

Sýning | Fjallasýn

Guðlaug Geirsdóttir opnar einkasýningu á nýjum verkum á Skörinni hjá Handverki og Hönnun, Aðalstræti 10, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16:00.

Sýninguna kallar Guðlaug “Fjallasýn” og nefnast verkin á sýningunni Keila, Berg og Syllur með tilvísun í jarðfræði. Verkin eru hluti línu þar sem Guðlaug vinnur með skynjun sína á fjöllum. Það virðast allir eiga sitt fjall, þ.e. fjall sem þeir tengjast á einhvern hátt.

Áhuga Guðlaugar á fjöllum má rekja til uppvaxtar hennar við rætur Eyjafjallajökuls, bærinn hennar stóð í fjallshlíð og í suðri blöstu Vestmannaeyjar við. Leiksvæði hennar var fjallið og klettabeltin og var allt umhverfið kannað í þaula. Guðlaug hefur alltaf haft mikinn áhuga á náttúrunni og sambandi mannsins við hana. Þessi tengsl manns og náttúru hafa haft mikil áhrif á Guðlaugu í listsköpun hennar undanfarið. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári.

Sýningin stendur til 14. sept. 2011

















yfirlit