Í haust er norrænum og baltneskum hönnuðum stefnt saman á sýningu í Riga, Lettlandi, sem ber heitið Sextán skrefum nær. Á um tveggja mánaða tímabil munu
hönnuðirnir standa fyrir mjög fjölbreyttri viðburðadagskrá í
Riga Art Space í Lettlandi. Íslensku hönnuðirnir Andrea Maack og Katrín Ólína taka þátt í dagskránni en alls hafa 16 hönnuðir verið valdir til þátttöku. Þátttakendurnir koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi, Eistlandi, Litháen og Lettlandi, og þeim hefur verið falið að þróa 16 mismunandi verkefni með eitt og sama þema í huga. Þemað er
hreint og fallegt Eystrasalt.
Eftirfarandi hönnuðir hafa staðfest þátttöku:
• Hannu Kähönen (FI) www.creadesign.fi
• Kaija Poijula (FI) www.artists-o.fi
• Björn Dahlström (SE) www.dahlstromdesign.se
• Staffan Holm (SE) www.staffanholm.com
• Siren Elise Wilhelmsen (NO) www.sirenelisewilhelmsen.com
• Lars Marcus Vedeler (NO) www.vdlr.net
• Katrin Olina (IS) www.katrin-olina.com
• Andrea Maack (IS) www.andreamaack.com
• Cecilie Manz (DK) www.ceciliemanz.com
• Johan Carlsson (DK) www.jacstudios.dk
• Martin Pärn (EE) www.iseasi.ee
• Mare Kelpman (EE) www.marekelpman.eu
• Ieva Kalēja (LV) www.mammalampa.lv
• Pēteris Bajārs (LV) www.india.lv
• Juozas Brundza (LT) www.ltdstudio.lt
• Rasa Baradinskiene (LT) www.rasadesign.lt
Sýningarstjórar: Kari Korkman og Helsinki Design Week
Nordic Baltic Designers Events eru hluti af hátíðinni Design.Future 2011 sem er skipulögð af Hönnunarmiðstöð Lettlands.
Frekari upplýsingar má nálgast
hér.
Katrín Ólína tekur þátt í viðburðadagskrá Nordic Baltic Designers Events.
© Katrín Ólína