15.7.2011

Sýningar | Opnanir um helgina

Sýningaropnanir í Reykjavík í gær, í dag og á morgun 15-17. júlí.

Í gær opnaði Helga Rún hattahönnuðar sýningu í Herberginu, Kirsuberjatrénu. Helga Rún sýnir hatta og höfuðskart úr ýmsum efnum, svo sem fiskroði, hattafilti, karfahreistri, ull og fjöðrum. Sýning er opin alla daga og allir eru velkomnir.

Í dag, föstudag, kl. 17. opnar sýning Guðrúnar Halldórsdóttur leirlistakonu, Messa á skörinni, hjá Handverki og Hönnun, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík. Á sýningunni eru leirskúlptúrar sem sýna fjölbreyttar manngerðir.

Á morgun, laugardag, kl. 14. er svo opnun á sýningunni Skýjum Ofar. Bryndís Gísladóttir og Margrét Harðardóttir sýna prjónaflíkur frá Sólskinsbarni í Listmunahorninu á Árbæjarsafni. Opið alla daga kl. 10 - 17 og stendur sýningin til 4. ágúst
















yfirlit