21.6.2011

LeikVerk | Umsóknir óskast

Sýning í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 10. september – 30. október 2011. Sýningin er samvinnuverkefni Gerðubergs og HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

Menningarmiðstöðin Gerðuberg og HANDVERK OG HÖNNUN standa í haust fyrir sýningunni LeikVerk. Allir hönnuðir, handverks- og listiðnaðarfólk geta sótt um þátttöku.

Leitað er eftir verkum úr fjölbreyttu hráefni á sýninguna. Verkin verða að vera ný og tengjast leik á einhvern hátt. Hafa skal í huga að hugtakið leikur er opið og óbundið aldri, kyni, stað og stund.

Innsend verk verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Verkin verða að vera ný, þ.e. gerð á árinu 2011.
2. Verkin verða að tengjast leik á einhvern hátt.
3. Verkin mega ekki hafa verið til sölu eða til sýnis fyrir sýninguna.

Fagleg valnefnd mun velja úr innsendum verkum á sýninguna.

Sýningarstjóri er Anna Leoniak arkitekt og vöruhönnuður.

Sýningin verður kynnt í dagskrá Gerðubergs og af HANDVERKI OG HÖNNUN.

Þeir sem hafa hug á þátttöku eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 30. júní á netfangið: margret.valdimarsdottir@reykjavik.is

Skilafrestur:
Áhugasamir sendi inn fullunnin verk í síðasta lagi mánudaginn 15. ágúst. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir mánudaginn 22. ágúst. Þeir sem verða valdir til þátttöku greiða 15.000 kr. í þátttökugjald vegna sýningarinnar.

Nánari upplýsingar:
Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Margrét Valdimarsdóttir verkefnastjóri, sími 575 7700 / 848 0683, netfang: margret.valdimarsdottir@reykjavik.is
HANDVERK OG HÖNNUN, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri, sími 551 7595 / 899 7495, netfang: sunneva@handverkoghonnun.is

gerduberg.is
handverkoghonnun.is















yfirlit