19.11.2010

GJÖF | SPARK DESIGN SPACE



Sýningin GJÖF opnar í SPARK DESIGN SPACE föstudaginn 19. nóvember kl. 17 að Klapparstíg 33.

Gjafamenning er útgangspunktur sýningarinnar. Að gefa gjafir er hluti af hegðunarmynstri mannsins. Í kringum þessa hegðun hafa skapast hefðir sem oft á tíðum eru ólíkar á milli menningarheima. Tíðarandinn hefur áhrif á gjafamenninguna og áhugavert er að skoða það í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á Íslandi undanfarin tvö ár.

Sýningin samanstendur af gjafapappír og kortum sem MEGAN HERBERT hefur hannað sérstaklega fyrir sýninguna undir yfirskriftinni GIVING og TÍU HLUTUM sem valdir eru með gjafahugtakið að leiðarljósi. Hlutirnir fela meðal annars í sér spariskap, jafnvægi, hlýju, ilm, bragð, notalegheit, fegurð, tíma, sögur og þekkingu svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem eiga hluti á sýningunni eru Andrea Maack, Auður Ösp Guðmundsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Bylgja Svansdóttir, Egill Kalevi, Embla Vigfúsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, Hrafnkell Birgisson, Linda Björg Árnadóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Snæfríð Þorsteins, Tinna Gunnarsdóttir og Sruli Recht.

Samtímis er haldið upp á útgáfu bókarinnar um LOÐMAR eftir Auði Ösp Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur.

Sýningin stendur frá 19.11 - 20.01

sparkdesignspace.com
















yfirlit