Sýningin
Nordic Models + Common Ground: Art and Design Unfolded opnaði í The American-Scandinavian Foundation’s Scandinavia House í New York fimmtudaginn 28. október.
Á sýningunni má sjá norræna samtímalist og hönnun og leitast er við að skoða áhrif þessara greina í alþjóðlegu samhengi hönnunar og lista. Á sýningunni má sjá verk margra framsæknustu norrænna hönnuða, myndlistarmanna og handverksfólks á sviði arkitektúrs, vöruhönnunar, grafískrar hönnunar, fatahönnunar, ljósmyndunar og myndlistar og birtir sýningin ólíka nálgun og samtal við samfélagið.
Sýningin er samstarf
Norsk Form og
ASF, sýningarstjórn er í höndum
hinnar virtu arkitektastofu
Snøhetta og sýningarhönnun er samstarf Snøhetta og
Situ Studio.
Fulltrúar Íslands á sýningunni eru Bjargey Ingólfsdóttir með
bara Design,
Fanney Antonsdóttir & Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuðir,
Hans Johansson fiðlusmiður, Katrin Ólina hönnuður, landslagsarkitektastofan
Landslag og vöru- og iðnhönnun
Studiobility.
Umfjöllun um sýninguna birtist í
The New York Times
Í tengslum við sýninguna Nordic models + common ground fer fram í New York
ráðstefnan Nordic Design Now þar sem tvö þemu verða rædd;
samfélagsleg vitund og sjálfbærni og
Hönnunarstefna - hvað höfum við lært?
Þátttakendur í sýningunni eru:
Danmörk:
BIG (Bjarke Ingels Group) – arkitektúr
Bureau Detour – hönnun/myndlist/borgarskipulag
Jeppe Hein – skúlptúr og innsetning
Mathias Bengtsson – húsgagnahönnun
Studio Louise Campbell – iðnhönnun
Finland:
Anne Kyrrö Quinn – iðnhönnun
Anttinen Oiva Architects – arkitektúr
David Salmela – arkitektúr
Elina Brotherus – ljósmyndun
Hollmén Reuter Sandman – arkitektúr
JKMM Architects – arkitektúr
NOW for Architecture & Urbanism Oy – arkitektúr & borgarskipulag
Iceland:
bara Design/Bjargey Ingólfsdóttir – hönnun
Fanney Antonsdóttir & Dögg Guðmundsdóttir – iðnhönnun
Hans Johansson – fiðlusmíði
Katrin Ólina – hönnun
Landslag – landslagsarkitektúr
Studiobility/Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir – vöru- og iðnhönnun
Norway:
Atelier Oslo – arkitektúr
BC Barlindhaug – arkitektúr
Daniel Rybakken – iðnhönnun
Fantastic Norway AS – arkitektúr
Helen and Hard – arkitektúr
Jarmund-Vigsnæs AS – arkitektúr
Jensen & Skodvin Arkitektkontor AS – arkitektúr
Jorunn Sannes – arkitektúr
Liv Blåvarp – skartgripahönnun
Marit Helen Akslen – fata- og textílhönnun
May Bente Aronsen – myndlist
Sweden:
FORM US WITH LOVE – iðnhönnun
Front – iðnhönnun
Lars Tunbjörk – ljósmyndun
Monica Förster – iðnhönnun
Sandra Backlund – fatahönnun
Wingårdhs Design – arkitektúr
Nánari upplýsingar um sýninguna:
http://www.scandinaviahouse.org/events_exhibitions_upcoming.html
http://www.norway.org/News_and_events/Culture/Architecture--Design/Nordic-Models--Common-Ground/