7.10.2010

Íslenskt handverk, listiðnaður og hönnun




Dagana 28. okt. - 1. nóv. verður haldin stór sýning / kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þetta er í fimmta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Sérstök valnefnd valdi 61 þátttakanda.

Í Ráðhúsinu verður mjög fjölbreytt úrval af handverki, listiðnaði og hönnun. Þar munu listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Það sem verður til sýnis og sölu er t.a.m. munir úr leðri og roði, skartgripir, glermunir, nytjahlutir úr leir, fjölbreyttar textílvörur, hlutir úr hornum og beinum og ýmsir trémunir. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.

Skoðið kynningu á öllum þátttakendum hér á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR.















yfirlit