30.7.2010

Sýning | Skreflur í Árbæjarsafni



Sýning Helgu R. Mogensen, "Skreflur" verður opnuð í Listmunahorni Árbæjarsafns Laugardaginn 31. júlí kl. 14.

Helga útskrifaðist árið 2007 frá Edinburgh College of Art með fyrstu einkunn í skartgripahönnun. Síðan þá hefur hún verið að sýna í hinum ýmsu galleríum og söfnum á Íslandi og erlendis.

Skreflur er heitið á gamalli veiðstöð sem var starfrækt Norður á Ströndum allt fram til 1840. Þaðan kemur flest allur efniviðurinn sem notast er við í verkin á sýningunni, m.a rekaviður, plast og annað smálegt. Til sýnis verða hálsmen, nælur og hringar.

www.helgamogensen.com

Sýningin stendur til 13 ágúst.















yfirlit