9.7.2010

Sýning | 1:1 - Architects Build Small Spaces





Íslenskur arkitekt, Dagur Eggertsson í samstarfi við Sami Rintala voru boðnir að vera þátttakendur í að reysa innsetningu, ARK, á sýningunni 1:1 – Architects Build Small Spaces í Victoria & Albert Museum í London. Þeir eru eitt af sjö arkitektateymum sem koma víðsvegar að úr heiminum til að taka þátt í sýningunni.


Rintala Eggertsson Arkitektar, með bækistöðvar í Noregi, reistu bókaturninn ARK í stigagangi safnsins, í námunda við bókabúð safnsins á fyrstu hæð og bókasafnið (National Art Library) á hæðinni fyrir ofan.


Þeim er mikill heiður sýndur að vera boðnir að sýna í þessu safni, en Victoria & Albert Museum er fyrsta og elsta hönnunarsafn í heiminum, opnað eftir heimssýninguna í London 1850, og jafnframt langstærsta safn sinnar tegundar í heiminum.


Sýningin hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum og er hægt að nálgast greinar með frekari upplýsingum um sýninguna og aðdraganda hennar frá The Guardian, The Times, BBC World (á 16:22 mínútu), TimeOut, dezeen.com og ArchDaily.


Sýningin verður opin til ágústloka.


Ljósmyndir © Pasi Aalto















yfirlit