Laugardaginn 3. júlí mun Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opna einkasýningu sína í Gallerí Ágúst. Ingunn Fjóla sýnir innsetninguna PAINTING SITE sem hún sýndi áður í Cuxhavener Kunstverein í Þýskalandi árið 2008 en nú gefst kostur á að njóta þess í Gallerí Ágúst.
Ingunn Fjóla hefur vakið athygli m.a. fyrir rýmistengd verk sín og er skemmst að minnast innsetningar hennar Ljósbrot sem sýnd var í Hafnarborg fyrr á þessu ári. Ingunn Fjóla útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og hefur sýnt verk sín bæði á Íslandi sem erlendis.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 3. júlí kl. 16:00
Óformleg leiðsögn laugardaginn 24. júlí, kl. 15-17.
Sýningin stendur til 24. júlí.
www.ingunnfjola.net