5.7.2010

Sýning | EAU DE PARFUM



SPARK 
design space


SPARK design space opnar 8. júlí


  • SPARK er nýtt hönnunargallerí í Reykjavík sem opnar 8 júlí næstkomandi við Klapparstíg 33
  • SPARK er vettvangur fyrir íslensk og erlend hönnunarverkefni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem fela í sér samstarf hönnuða við aðrar starfsstéttir
  • SPARK mun kynna nokkur matarhönnunarverkefni á hverju ári. Boðið verður upp á verkefni og viðburði sem spennandi verður að fylgjast með, horfa á, koma við, lykta af og smakka
Fyrsta sýningin SPARK sem opnar 8. Júlí ber yfirskriftina EAU DE PARFUM. Á sýningunni verða frumsýnd ilmvötn sem myndlistarmaðurinn Andrea Maack  hefur unnið  í samstarfi við franska ilmvatnsgerðarfyrirtækið apf arômes & parfums. Ilmirnir eiga uppruna sinn í myndlistarverkum Andreu og hafa verið hluti af innsetningum hennar síðastliðin tvö ár. Ilmvötnin þrjú bera nöfnin S M A R T, C R A F T og S H A R P og hefur Andrea í samvinnu við innanhúsarkitektinn Ingibjörgu A. Jónsdóttur og fatahönnuðinn Katrínu Maríu Káradóttur hannað umgjörð og útlit vörunnar. Á meðan á sýningunni stendur eiga gestir kost á því að eignast útgáfur af ilmvötnunum og fylgihlutum sem framleidd verða sérstaklega fyrir þessa frumsýningu.

Sýningin stendur frá 8. júlí til 31. ágúst.
SPARK er opið daglega frá kl. 10.00 – 18.00, lokað á sunnudögum. 
www.sparkdesignspace.com

Stofnendur SPARK eru Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og James Stark kvikmyndaframleiðandi í New York. Reykjavíkurborg styrkir verkefnið.
















yfirlit