Sýning á nýjustu verkum
Ingu Elínar,
Úr iðrum jarðar var opnuð miðvikudaginn 16. Júní í
Listhúsi Ófeigs.
Eyjafjallajökull hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi fjölda íbúa Evrópu undanfarna mánuði. Óneitanlega verður okkur íslendingum hugsað til forfeðra okkar og hvernig það var að lifa við erfiðar aðstæður án nokkurra nútíma þæginda. Nú hefur Inga Elín nýtt öskuna úr gosinu í glerjunga og notað í skreytingar sem endurspegla kyngimagnaðan kraft íslenskra náttúruafla.
Sýningin verður opin á verslunartíma.