6.5.2010

Mótun | Útskriftarsýning



Sýning útskriftarnema úr D hluta í Mótun - leir og tengd efni, opnar föstudaginn 7. maí kl. 17, í Kraum, Aðalstræti 10. Sýningin mun standa til 13. maí.

Í þessum síðasta áfanga er lögð áhersla á framleiðslu í keramiki og nemendur taka að sér að hanna vöru í samstarfi við ákveðna framleiðendur. Nemendur njóta aðstoðar fagmanns sem og leiðsagnar sérfræðinga á sviði hönnunar.

Markmið áfangans er að nemendur kynnist því að vinna sem sjálfstæðir hönnuðir á opnum markaði og skilji þannig hvað felst í því að þróa eigin hugmynd og framleiða úr henni fullmótaða söluvöru.

http://myndlistaskolinn.is/index.php?id=445 















yfirlit