28.4.2010

Sýning | Nytjahlutir úr austfirskum trjávið



Íslensk hönnun – austfirsk hönnun - Nytjahlutir úr austfirskum trjávið.

Afrakstur hönnunarverkefnis Epal við 12 hönnuði og 12 fyrirtæki.

Opnun sýningar í Níunni á Egilsstöðum föstudaginn 30. apríl kl. 20.30

Eyjólfur Pálsson í Epal átti frumkvæði að verkefninu en það var unnið með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Menningarráðs Austurlands og Skógræktar ríkisins.

Markmiðið var að nýta íslenskt hráefni í framleiðslu á verkum íslenskra hönnuða en viðurinn kom úr skógunum á Héraði og framleiðendur frumgerðanna voru flestir frá Austurlandi.

Þessi fyrsta hönnunarsýning á vegum Þorpsins verður opnuð í sameiginlegu húsnæði nýrrar Upplýsingarmiðstöðvar/Markaðsstofu Austurlands og Húss Handanna sem opna mun á ný í breyttri og bættri mynd í byrjun júní.

Sýningin verður opin laugardag og sunnudag 1.og 2. maí frá kl.14.00 – 17.00 og virka daga næstu viku á opnun Upplýsingarmiðstöðvar Austurlands. (Staðsett í sama húsnæði.)

Allir velkomnir.

Epal, Menningarráð Austurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Skógrækt ríkisins, Þorpið.















yfirlit