7.5.2010

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2010

Sýning á verkum nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ opnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi laugardaginn 24. apríl kl. 14:00.

Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skrímslabangsar, samtímalistasafn, barnabækur, ýmis húsgögn, málverk, myndljóð, íslenskir draugar, ímynd kvenna, myndasögur, ljósmyndir, leturtýpur, trilla, tónletur, samgönguvél, þjóðsagnareyjan, perlaðar andlitsmyndir, gjörningar, tölvuleikur, áttundi dagur sköpunarsögunnar, port-hópur, þátttökulist… Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar laugardaginn 24. apríl kl.14.00 í Hafnarhúsi en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Í ár eru um 79 útskriftarnemendur sem sýna verk sín, 47 í hönnunar-og arkitekúrdeild og 32 í myndlistardeild. Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi.

Sýningarstjórar eru: Daníel Karl Björnsson, Jóhann Sigurðsson og Björn Guðbrandsson.

Sýningin stendur til 9. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 - 17.00, fimmtudaga frá 10.00 - 22.00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir fræðsludeild safnsins í s: 590 1200 / netfang: fraedsludeild@reykjavik.is
















yfirlit