16.4.2010

Dyndilyndi - verði gjafa gagnstreymi | Sýning



Sýningin Dyndilyndi - verði gjafa gagnstreymi opnar í Listasafni Íslands laugardaginn 17. apríl kl. 15.

Framlag Myndlistaskólans í Reykjavík til Barnamenningarhátíðar 2010 er margþættur listrænn viðburður þar sem börn, hönnuðir, myndlistarmenn, arkitektar, danshöfundur, leikarar, rithöfundar, hljóðmyndasmiðir og tónskáld leggja til hár úr hölum sínum.

Hlutdeild eiga: Á fimmta hundrað nemenda og kennara úr grunnskólum Reykjavíkur og suðvesturhorninu, nemendur úr Myndlistaskólanum í Reykjavík, Tinna Gunnarsdóttir, Huginn Þór Arason, Kristín Ómarsdóttir, Magga Stína, Harpa Arnardóttir, Mundi, Kristinn G. Harðarson, Megas, Margrét Bjarnadóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Rikke Houd, Rán Flygenring, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Sara María Skúladóttir, Borghildur Ína Sölvadóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Theresa Himmer, Kristján Eggertsson og Margrét H. Blöndal. 

Á opnun munu Margrét H. Blöndal leiðangurstjóri og Halldór Björn Runólfsson safnstjóri flytja ávörp.  Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýninguna.  Magga Stína flytur eigið verk ásamt fríðu föruneyti ungmenna.

www.dyndilyndi.is

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningingarhátíðar 2010















yfirlit