Laugardaginn 5. desember á milli kl.13-17 munu listamenn og hönnuðir opna vinnustofur sínar auk þess sem samsýning verður opnuð í stóra salnum uppi sem nefnist „Rauður“ en öll verkin eru rauð eða með rauðu ívafi.
Sýningin verður aðeins opin þennan eina dag.
Hægt verður að kaupa sér kaffi og með því á sanngjörnu verði í Rósukaffi.
Á vinnustofunum taka listamenn á móti gestum og gefst fólki tækifæri til að spjalla og kynnast mismunandi tækni þessa fjölbreytta hóps sem starfar á Korpúlfsstöðum en þar er grafík, leir, textíll, hönnun, málverk og fleira.
Allir eru velkomnir.