Bjargey Ingólfsdóttir hönnuður opnar sýninguna Allt mögulegt föstudaginn 13. nóvember nk. í IKEA. Á
sýningunni eru sjö þemastöðvar þar sem sjá má ALLT MÖGULEGT því Bjargey kemur
víða við í efnisnotkun og tækni.
Hún
hannar undir vörumerkinu
bara og
margir kannast við
bara stuðningspúðana
sem njóta mikilla vinsælda.
Að
undanförnu hefur Bjargey unnið nýja hluti úr IKEA−vörum þar sem hugmyndaauðgi
ræður för. Búsáhöld hafa öðlast nýtt líf og ljósum prýdd sauðagæra skapar
hlýlega jólastemningu.
Bjargey
sækir hugmyndir í íslenska náttúru og menningu.
Leikur
með myndmál og tvíræðni móðurmálsins hefur oft orðið henni uppspretta verka.
Heiti hlutanna gefur þeim merkingu. Þannig á hver hlutur sér nafn, sögu um
fortíð, tilvist í nútíð og framtíðarhlutverk í höndum eigandans.
Sýningin
hefst um leið og verslunin verður opnuð föstudaginn 13. nóvember. Bjargey verður á staðnum
opnunardaginn og næstu þrjár helgar.
Sýningarstjóri
er Árdís Olgeirsdóttir.
VERIÐ
VELKOMIN!