12.11.2009

Málþing | Högna Sigurðardóttir arkitekt

 
 
Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts með áherslu á íslensk verk hennar.

Í tengslum við sýninguna eru skipulagðir nokkrir viðburðir og nk. laugardag 14. nóvember klukkan 14-17 verður málþing í fyrirlestrasal Kjarvalsstaða þar sem flytja munu erindi arkitektarnir Steinþór Kári Kárason, Jes Einar Þorsteinsson og Margrét Harðardóttir auk myndlistarmannsins Þóru Sigurðardóttur.







Flytjendur og erindi:


Steinþór Kári Kárason: Högna, Kahn og herbergin
Jes Einar Þorsteinsson: Námið í París og samstarfið við Högnu
Margrét Harðardóttir: Tímalaus minni
Þóra Sigurðardóttir: Allt kemur heim og saman

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.





teikning | Hrauntunga



teikning | Kapella við Ofanleiti

Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir, deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, en sýningarnefnd er auk hennar skipuð þeim Önnu Sóleyju Þorsteinsdóttur, Laufeyju Agnarsdóttur og Sigríði Maack fyrir hönd Arkitektafélags Íslands.

















yfirlit