Ráðhús
Reykjavíkur mun iða af lífi og listum um næstu helgi. Þar verður haldin
stór sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun. Þetta
er í fjórða skipti sem HANDVERK OG HÖNNUN skipuleggur sýningu af þessu
tagi.
Sýningin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og mörg þúsund
manns hafa lagt leið sína í Ráðhúsið þessa helgi. Sérstök fagleg
valnefnd valdi 59 einstaklinga til þátttöku en umsóknir voru yfir eitt
hundrað.
Á sýningunni eru það listamennirnir sjálfir kynna
vörur sínar. Eitt af markmiðum þessarar sýningar/kynningar er að gestir
hitti fólkið á bak við hlutina.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir almenning að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.
Skúlaverðlaunin 2009
Á fyrsta degi sýningarinnar eða
föstudaginn 30.
okt. kl. 19.00 verða Skúlaverðlaunin 2009 afhent. Skúlaverðlaunin eru
nú afhent í annað skipti en þau eru kennd við Skúla Magnússon fógeta
sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Hugmyndin er að hvetja
þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Þátttakendur í sýningunni í
Ráðhúsinu gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákveðna nýja vöru í
verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Rúmlega fjörutíu tillögur
bárust frá 22 aðilum.
Fagleg valnefnd valdi vinningshafa Skúlaverðalaunanna.
Samtök iðnaðarins styrkja Skúlaverðlaunin 2009.
Opnunartími er:
Föstudagur 30. október kl. 10 – 19
Laugardagur 31. október kl. 12 – 18
Sunnudagur 1. nóvember kl. 12 – 18
Mánudagur 2. nóvember kl. 10 - 19
Allar nánari upplýsingar um sýninguna og þátttakendur er að finna á vef
HANDVERKS OG HÖNNUNAR.