20.10.2009

Fuzzy kollurinn | Sýning á Skörinni

Það var árið 1972 að Sigurður Már Helgason, húsgagnabólstrari hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy stólinn.

Þetta er lítill kollur með sútaðri lambsgæru. Sigurður notar gæruna óklippta eins og hún kemur af kindinni. Fætur eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum í líki vatnsdropa. Nafnið Fuzzy í latínu merkir lítill loðinn karl. Kollurinn er einstakur í útliti og  tímalaus hönnun.

Nú hefur Sigurður framleitt þúsundasta Fuzzy kollinn og á honum eru renndir álfætur. Þetta er viðhafnarútgáfa af Fuzzy. Þessi kollur ásamt öðrum eldri útgáfum af kollinum eru nú til sýnis á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN í Aðalstræti 10.

Sigurður Már Helgason, húsgagnabólstrari er þekktastur fyrir stólinn Fuzzy. Sigurður hefur bæði hannað og bólstrað húsgögn samhliða smíðinni, ásamt því að smíða leiktæki fyrir börn. Hann hefur tekið þátt í nokkrum sýningum hérlendis og erlendis.  

Sýning Sigurðar Más verður opnuð laugardaginn 24. október  og stendur til 22. nóvember 2009.

www.fuzzy.is















yfirlit