7.7.2009

Erindi | Andrea Maack



Fimmtudaginn 16. júlí kl. 17:30 heldur Andrea Maack erindi um nýjustu sýningu sína 
S H A R P by ANDREA MAACK og segir frá verkefnum sínum og samvinnu við  tískuheiminn, hönnuði og ilmvatnsgerðarmenn.


Verið velkomin í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12 næsta fimmtudag til að hitta myndlistarmanninn Andreu Maack sem mun taka á móti gestum og halda erindi um sýningu sína og þær nálganir sem hún notar í listsköpun sinni. Hún mun segja frá nýafstaðinni þátttöku sinni í Arnhem Mode Biënnale í Hollandi, þar sem hún sýndi verkið SHARP og  stjórnaði  vinnustofu (workshop) fyrir fatahönnuði þar sem þeir unnu flíkur úr pappír í anda sýningar Andreu CRAFT frá 2008.  Andrea mun segja frá samvinnu sinni við fatahönnuði, innanhúsarkítekt og ilmvatnsgerðarmenn í tengslum við myndlistarsköpun sína.


Spjall Andreu hefst kl. 17:30, fimmtudaginn 16. júlí. Sumarlegar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir!

Sýningin SHARP by  ANDREA MAACK stendur yfir í Gallerí Ágúst til 25. júlí.

Sjá nánar:
www.andreamaack.com
www.galleriagust.is
www.arnhemmodebiennale2009.com
















yfirlit