23.6.2009

101 TOKYO | Snerting við Japan í Norræna húsinu

 
 
 
 
 
BYGGINGARLIST Á JAPAN-HÁTÍÐ NORRÆNA HÚSSINS

Ein aðalkveikjan að Japan-hátíð Norræna Hússins er sá áhugaverði innblástur sem farið hefur ýmist frá Japan til Íslands / Norðurlandanna eða öfugt, m.a. í verkum hins merka finnska arkitekts og hönnuðar Alvar Aalto, í listrænum innsetningum ungra arkitekta þvert á gefin landamæri eða í íslenskri samtímabyggingarlist. Bæði Japan og Ísland eru eldfjallalönd og á báðum stöðum hefur sérkennilegt og síbreytilegt landslagið mikil áhrif á form og áherslur í manngerðu umhverfi byggingarlistarinnar, þar sem öguð naumhyggja og náttúruleg efniskennd vega salt hvort með öðru.
   
13.júní-13.júlí | SÝNING
JAPÖNSK ÁHRIF Í VERKUM ALVAR AALTO
Ljóðræn sýning sem endurspeglar áhrif hefðbundinnar japanskrar byggingarlistar á verk finnska arkitektsins Alvar Aalto, sem teiknaði m.a. Norræna Húsið í Reykjavík. Sýningarstjóri Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt.

25.júní kl 20:00 | FYRIRLESTUR
BYGGT MEÐ NÁTTÚRUNNI – LJÓÐRÆN VERKEFNI
Arkitektarnir Sami Rintala (FI), Dagur Eggertsson (IS/NO) og Ryo Yomada (JA) kynna eigin verk frá Japan, Finnlandi, Noregi og Íslandi. Þeir gefa einnig innsýn í nýtt verk sem þeir standa sameiginlega að með tilvísunum í japanska og norræna byggingarlistarhefð og baðmenningu Japan, Finnlands og Íslands.

02.júlí kl 20:00 | FYRIRLESTUR
LANDSLAG OG FAGURFRÆÐI – EFNI OG HUGSUN Í BYGGT FORM
Guja Dögg Hauksdóttir (IS) arkitekt og deildarstjóri við byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur kynnir japanska og íslenska nútímabyggingarlist með áherslu á staðbundið landslag og menningu.

09.júlí kl 20:00 | FYRIRLESTUR
JAPÖNSK ÁHRIF í VERKUM ALVAR AALTO OG NORRÆNNI BYGGINGARLIST
Leif Høgfeldt Hansen (DK) arkitekt og prófessor við Arkitektaskólann í Árósum heldur fyrirlestur um áhrif japanskrar byggingarlistar á verk Alvar Aalto og annarra norrænna arkitekta um miðbik 20.aldarinnar.

04.júlí kl 09:30-12:30 | LISTSMIÐJA FYRIR BÖRN
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og Kristín Reynisdóttir listamaður stýra listsmiðju fyrir börn 6-12 ára með áherslu á hefðbundna japanska byggingarlist.

Hér má finna yfirlit yfir dagskrána ásamt nánari kynning á sýningunni og fyrsta fyrirlestrinum sem verður á fimmtudagskvöldið!
Einnig má sjá dagskrána í heild sinni á www.101tokyo.is eða www.nordice.is















yfirlit