Hönnuðirnir
Kristín Birna Bjarnadóttir,
Dagur Óskarsson og
Jón Björnsson taka þátt í
hönnunarvikunni í New York, en í kjölfar
HönnunarMars 2009 var þeim boðið að taka þátt í samsýningu alþjóðlegra
hönnuða og arkitekta.
Sýningin er hluti af
MEATPACKING DISTRICT DESIGN hátíðinni sem stendur fyrir fjölmörgum viðburðum á hönnunarvikunni.
Þau Kristín Birna og Dagur útskrifuðust frá hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og Jón frá Design Acdemy Eindhoven einnig á síðasta ári og hafa þau þegar vakið athygli fyrir
hönnun sína. Í kjölfar HönnunarMars 2009, þar sem þau tóku þátt í
verkefni vöruhönnuða á Laugavegi, birtist m.a. umfjöllun um verk þeirra
á vef
Dezeen - Design Magazin.
Auk sýningarinnar í New York má sjá verk þeirra Dags og Jóns á sýningunni -
Íslensk hönnun 2009 - sem opnar á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 2009.