28.4.2009

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

 
 
 
Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðuverur, hljóðbókhlaða, veggflísar, maríubjalla, innsetningar, útiverk, klippimyndir, draumfarir, málverk, teikningar, gjörningar, veggflétta, skartgripir, rannsóknarstofa, púðasería, hurð, myndasaga, bók, hringferð,  borgarbókasafn, veggklukka, friðasúlur, veggspjöld og besti vinur mannsins…


Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar fimmtudaginn 23. apríl kl.14.00 á Kjarvalsstöðum en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Í ár eru um 70 útskriftarnemendur sem sýna verk sín, 47 í hönnunar-og arkitekúrdeild og 22 í myndlistardeild. Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræðni og framsækni að leiðarljósi.

Sýningin stendur til 3. maí og er opin daglega frá 10.00 - 17.00. 
Sýningarstjórar eru: Finnur Arnar Arnarsson, Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun Listháskóla Íslands verður haldin miðvikudaginn 22. apríl kl. 21.00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar sýna níu útskriftarnemendur fatahönnun sína. Einn prófdómara er Louise Wilson, sem er yfir meistarnámi í fatahönnun við St. Martins skólann í London en hún er mikil áhrifamanneskja í heimi tískunnar.

www.lhi.is

















yfirlit