13.3.2009

„Frá Viborg til www" | Sýning í Handverki og Hönnun

Verið velkomin á útskriftarsýningu Katrínar Jóhannesdóttur „frá Viborg til www“ í HANDVERKI OG HÖNNUN (á Skörinni), Aðalstræti 10 í Reykjavík.

Sýningin opnar föstudaginn 13. mars kl. 16. Á sýningunni verður lokaverkefni Katrínar úr vélprjóni frá Textilseminariet í Viborg til sýnis. Prjónaðir kjólar, peysur og fylgihlutir, hannað með íslenska þjóðbúninginn í huga og hugsað þannig að hverja flík sé hægt að nota á fleiri en einn hátt.

Sýningin stendur til 31. mars og eru opnunartímar sem hér segir:Opið alla virka daga kl. 9-18, fimmtudaga til kl. 22, laugardaga og sunnudaga kl. 12-17

Sjá nánar á www.katy.is

www.handverkoghonnun.is















yfirlit