Tíska og skartgripahönnun frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi er í
forgrunni á NORRÆNA TÍSKUTVÍÆRINGNUM sem haldinn er í fyrsta sinn
dagana 19. mars - 5. apríl 2009.
Einn meginviðburður tvíæringsins er sýningin
Frammi fyrir sköpunarkraftinum
sem sýningarstjórinn Matthias Wagner K setti saman og birtir okkur rjóma vest-Norrænnar hönnunar og endurspeglar menningarlegan bakgrunn hönnuðanna.
Hápunktur NORRÆNA TÍSKUTVÍÆRINGSINS er HönnunarMars. Þá
mun Fatahönnunarfélag Íslands vera með dagskrá í Norræna húsinu þar sem
áherslan er á það nýjasta í íslenskri fatahönnun.
Auk þessa eru fjölmargir viðburðir á glæsilegri dagskránni og má þar sérstaklega nefna ráðstefnuna
Meðvituð um
tískuna: Sjálfbærni í tískuiðnaðinum, málþing um endurskilgreiningu
hins vest-Norræna sem vörumerkis og samvinnu norrænna hönnuða.
Fjöldi
fyrirlestra verða opnir almenningi og meðal þeirra sem halda erindi eru Eva Kreuse stofnandi Copenhagen Fashion Week, Nauja Lynge grænlenskur hönnuður, GudrunogGudrun frá Færeyjum og Isaksen Design frá Grænlandi/Danmörku.
NORRÆNI TÍSKUTVÍÆRINGURINN er áfangastaður lærðra og leikna,
menningarhátíð fyrir borgarbúa og gesti. Þetta er staður innblásturs og
gagnrýnnar hugsunar.
Nánari upplýsingar um tvíæringinn og dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni
www.nordicfashionbiennale.com